Flugkappar á flugsýningu 8. september 2004 00:01 Þrír af elstu flugmönnum Íslendinga upplifðu það í Englandi um helgina að fljúga með sams konar vél og þeir flugu á fyrstu starfsárum sínum fyrir sextíu árum. Í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stofnun Loftleiða skipulögðu Flugmálafélag Íslands og Fyrsta flugs félagið í samvinnu við Iceland Express hópferð til Englands um helgina. Sérstakir heiðursgestir voru þau Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, gömlu flugstjórarnir Smári Karlsson, Magnús Guðmundsson og Dagfinnur Stefánsson, og Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta. Þar endurnýjuðu gömlu flugkapparnir kynni sín af sérkennilegri flugvél, De Havilland Rapide, en þær notaði Flugfélag Íslands á innanlandsleiðum á Íslandi á árunum 1944 til 1950. Þetta voru tveggja hreyfla tvíþekjur, klæddar með striga, og þóttu hægfara og gamaldags en komust þó á loft á stuttri flugbraut. Þær tóku átta farþega í sæti og þurftu aðeins einn flugmann. Flogið var meðal annars yfir háskólabæinn Cambridge áður en lent var aftur, frammi fyrir 30 þúsund áhorfendum á flugsýningu á flugvellinum í Duxford utan London en þar er jafnframt stærsta flugminjasafn Evrópu. Flugferðin gekk að óskum og allir komust heilir niður þótt farkosturinn væri hinn mesti forngripur. Arngrímur Jóhannsson kom hins vegar öllum á óvart þegar hann tilkynnti um kvöldið að hann væri búinn að festa kaup á einni slíkri vél. En það voru fleiri forngripir sem þarna flugu, svo sem Lancaster sprengiflugvél úr seinna stríði, en aðeins tvær slíkar eru nú til flughæfar í heiminum. Þarna mátti sjá Fljúgandi virki, eða Boeing B-17, gamli Íslandsvinurinn Nimrod minnti okkur á þorskastríðin en hápunkturinn var sýning Rauðu örvanna. Um 80 Íslendingar sáu þarna þessa frægustu listflugsveit heims sýna leikni sína í háloftunum af ótrúlegri nákvæmni. Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þrír af elstu flugmönnum Íslendinga upplifðu það í Englandi um helgina að fljúga með sams konar vél og þeir flugu á fyrstu starfsárum sínum fyrir sextíu árum. Í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stofnun Loftleiða skipulögðu Flugmálafélag Íslands og Fyrsta flugs félagið í samvinnu við Iceland Express hópferð til Englands um helgina. Sérstakir heiðursgestir voru þau Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, gömlu flugstjórarnir Smári Karlsson, Magnús Guðmundsson og Dagfinnur Stefánsson, og Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta. Þar endurnýjuðu gömlu flugkapparnir kynni sín af sérkennilegri flugvél, De Havilland Rapide, en þær notaði Flugfélag Íslands á innanlandsleiðum á Íslandi á árunum 1944 til 1950. Þetta voru tveggja hreyfla tvíþekjur, klæddar með striga, og þóttu hægfara og gamaldags en komust þó á loft á stuttri flugbraut. Þær tóku átta farþega í sæti og þurftu aðeins einn flugmann. Flogið var meðal annars yfir háskólabæinn Cambridge áður en lent var aftur, frammi fyrir 30 þúsund áhorfendum á flugsýningu á flugvellinum í Duxford utan London en þar er jafnframt stærsta flugminjasafn Evrópu. Flugferðin gekk að óskum og allir komust heilir niður þótt farkosturinn væri hinn mesti forngripur. Arngrímur Jóhannsson kom hins vegar öllum á óvart þegar hann tilkynnti um kvöldið að hann væri búinn að festa kaup á einni slíkri vél. En það voru fleiri forngripir sem þarna flugu, svo sem Lancaster sprengiflugvél úr seinna stríði, en aðeins tvær slíkar eru nú til flughæfar í heiminum. Þarna mátti sjá Fljúgandi virki, eða Boeing B-17, gamli Íslandsvinurinn Nimrod minnti okkur á þorskastríðin en hápunkturinn var sýning Rauðu örvanna. Um 80 Íslendingar sáu þarna þessa frægustu listflugsveit heims sýna leikni sína í háloftunum af ótrúlegri nákvæmni.
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira