Innlent

Samþjöppun af hinu góða

Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, telur samþjöppun og stækkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja auðvelda þeim að keppa á alþjóðavettvangi. Rökke kom til Akureyrar með einkaþotu sinni síðdegis. Rökke var einn af ræðumönnum á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í dag. Hann er eigandi Norway Seafood, fyrirtækið er hluti af Aker samstæðunni en ársvelta fyrirtækisins er 500 milljarðar íslenskra króna í fyrra. Rökke kom á einkaþotu til Akureyrar, nokkrum mínútum áður en hann átti að flytja erindi sitt. Rökke sem hefur áratuga reynslu af fjárfestingum í sjávarútvegi um allan heim segir að Norðmenn geti lært mikið af Íslendingum, enda séu norskar fiskveiðar í stórum dráttum á eftir fiskveiðum við Ísland. Hann segir að samþjöppun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum misserum geri þau samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi og ekki síst við fyrirtækji innan ríkja Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×