Innlent

Greiningarstöð bætir aðstöðu

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur tekið í notkun nýtt húsnæði við Digranesveg í Kópavogi, fyrir starfsemi fagsviðs þroskahamlana. Auk þess hefur verið bætt við aðstöðu fagsviðs einhverfu og málhamlana. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins tók formlega til starfa 1986, en ný lög um starfsemi hennar voru sett á síðasta ári. Markmið starfseminnar er "að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, ennfremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Alls njóta meira en 500 börn og fjölskyldur þeirra þjónustu stofnunarinnarár hvert, en rúmlega 200 börnum er vísað þangað árlega. Tilvísunum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×