Innlent

Konungleg veisla í Perlunni

Rúmlega 200 fyrirmenni úr opinbera geiranum og almenna atvinnulífinu sóttu hátíðarkvöldverð forseta Íslands í perlunni í gærkvöld til heiðurs Karli Gústaf, Svíakonungi, Sylvíu drottningu hans og Viktoríu krónprinsessu. Konungur gat þess meðal annars í ræðu sinni að á síðari árum hafi mörg íslensk fyrirtæki fjárfest í Svíþjóð, og í því sambandi sagði Ólafur Ragnar Grímsson að Íslendingar mætu mikils hversu vel þessu nýja íslenska athafnafólki hafi verið tekið í Svíþjóð. Af athafnafólki, sem sat til borðs í veislunni má nefna fulltrúa KB banka, Baugs, Bakkavarar, Samherja, Össurar, Eddu bókaútgáfu, Norðurljósa og Latabæjar. Á borðum voru svo langvíu-flétta, bleikja með silungahrognum, hreindýr með myrkil-sveppum og skyrfrauð með bláberjum, rennt niður með ljúfum veigum, undir kórsöng og lúðrablæstri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×