Umhverfisráðherra fagnar áfanganum 30. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. Kyoto-bókunin stefnir að því að draga úr loftmengun með því að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland var meðal fyrstu þjóða til að fullgilda samninginn og alls hafa hundrað tuttugu og tvær þjóðir staðfest hann. Það er hins vegar fyrst núna með þátttöku Rússa sem samningurinn verður fullgildur alþjóðasáttmáli og lagalega bindandi þar sem bíða þurfti staðfestingu þjóða sem bera ábyrgð á 55% af loftmengun heimsins. Um 17% af allri loftmengun í heiminum er rakin til Rússlands og hefðu Rússar ekki staðfest má segja að í raun hefði ekkert gagn verið af samningnum. Aðalástæðan er sú að Bandaríkin, sem er stærsta mengunarland heims og ber ábyrgð á 36% loftmengunar, neitar að vera með og vill ekki taka þátt í þeim mengunarvörnum sem felast í Kyoto-bókuninni. Ástralía og Kína standa einnig fyrir utan og vilja ekki staðfesta samninginn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að staðfesting Rússa setji aukinn þrýsting á aðra að taka sig á í þessum málum. Henni finnst þetta stórfréttir og telur ákvörðun Rússa munu hafa áhrif á heimsvísu í þá veru að þrýstingur á að þjóðir heims nýti endurnýjanlega orku muni aukast. „Þar að auki setur þetta þrýsting á þær þjóðir sem hafa ekki fullgilt bókunina, þar á meðal Bandaríkjamenn,“ segir Sigríður Anna. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. Kyoto-bókunin stefnir að því að draga úr loftmengun með því að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland var meðal fyrstu þjóða til að fullgilda samninginn og alls hafa hundrað tuttugu og tvær þjóðir staðfest hann. Það er hins vegar fyrst núna með þátttöku Rússa sem samningurinn verður fullgildur alþjóðasáttmáli og lagalega bindandi þar sem bíða þurfti staðfestingu þjóða sem bera ábyrgð á 55% af loftmengun heimsins. Um 17% af allri loftmengun í heiminum er rakin til Rússlands og hefðu Rússar ekki staðfest má segja að í raun hefði ekkert gagn verið af samningnum. Aðalástæðan er sú að Bandaríkin, sem er stærsta mengunarland heims og ber ábyrgð á 36% loftmengunar, neitar að vera með og vill ekki taka þátt í þeim mengunarvörnum sem felast í Kyoto-bókuninni. Ástralía og Kína standa einnig fyrir utan og vilja ekki staðfesta samninginn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að staðfesting Rússa setji aukinn þrýsting á aðra að taka sig á í þessum málum. Henni finnst þetta stórfréttir og telur ákvörðun Rússa munu hafa áhrif á heimsvísu í þá veru að þrýstingur á að þjóðir heims nýti endurnýjanlega orku muni aukast. „Þar að auki setur þetta þrýsting á þær þjóðir sem hafa ekki fullgilt bókunina, þar á meðal Bandaríkjamenn,“ segir Sigríður Anna.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira