32 manna úrslit í IDOL halda áfram 25. nóvember 2004 00:01 32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Lagaval er nú í höndum keppenda en á föstudaginn var leituðu allir söngvararnir utan einn í smiðju erlendra lagahöfunda. Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson skar sig úr hópnum en hann söng lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Álfar. Tveir þátttakendur eru komnir í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin og annað kvöld bætast tveir í hópinn. Eins og fyrr segir eru úrslitin í höndum sjónvarpsáhorfenda en niðurstaða SMS- og símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum á föstudagskvöldið. Dómnefndin er áfram á sínum stað en einvörðungu í hlutverki álitsgjafa. Líkt og í síðustu viku verður kvenþjóðina áberandi í næsta Idol-þætti. Strákarnir eiga samt sína fulltrúa en þessi syngja á Stöð 2 annað kvöld, föstudagskvöldið 26. nóvember. Hafnfirðingurinn Nanna Kristín Jóhannsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, hefur leikinn en síðan kemur röðin að Ásu Margréti Birgisdóttur, slípingameistara á Akureyri. Skúli Hakim Mechiat, oft kallaður Skúbbi nashyrningur, er annar strákanna í þættinum en hann er liðtækur á bæði bassa og píanó. Vestfjarðamærin Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, sem starfar á leikskóla, heldur mikið upp á Celine Dion en það skal tekið fram að hún flytur samt ekki eitt af lögunum hennar í þessum þætti. Júlíus Bjargþór Daníelsson, fyrrverandi liðsmaður Rokklinganna, er hinn strákurinn í þættinum en Júlíus er rafvirki. Guðfræðingurinn Jóhanna Ýr Jóhannesdóttir er fulltrúi Sunnlendinga þessa vikuna en hún býr á Selfossi. Eyjastúlkan Rakel Björk Haraldsdóttir kemur úr sama kjördæmi og Jóhanna en Rakel vinnur í bakaríi í Vestmannaeyjum. Og loks er það Margrét Lára Þórarinsdóttir sem að eigin sögn ólst upp í himnaríki, Skriðuklaustri í Fljótsdal. Idol Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Lagaval er nú í höndum keppenda en á föstudaginn var leituðu allir söngvararnir utan einn í smiðju erlendra lagahöfunda. Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson skar sig úr hópnum en hann söng lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Álfar. Tveir þátttakendur eru komnir í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin og annað kvöld bætast tveir í hópinn. Eins og fyrr segir eru úrslitin í höndum sjónvarpsáhorfenda en niðurstaða SMS- og símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum á föstudagskvöldið. Dómnefndin er áfram á sínum stað en einvörðungu í hlutverki álitsgjafa. Líkt og í síðustu viku verður kvenþjóðina áberandi í næsta Idol-þætti. Strákarnir eiga samt sína fulltrúa en þessi syngja á Stöð 2 annað kvöld, föstudagskvöldið 26. nóvember. Hafnfirðingurinn Nanna Kristín Jóhannsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, hefur leikinn en síðan kemur röðin að Ásu Margréti Birgisdóttur, slípingameistara á Akureyri. Skúli Hakim Mechiat, oft kallaður Skúbbi nashyrningur, er annar strákanna í þættinum en hann er liðtækur á bæði bassa og píanó. Vestfjarðamærin Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, sem starfar á leikskóla, heldur mikið upp á Celine Dion en það skal tekið fram að hún flytur samt ekki eitt af lögunum hennar í þessum þætti. Júlíus Bjargþór Daníelsson, fyrrverandi liðsmaður Rokklinganna, er hinn strákurinn í þættinum en Júlíus er rafvirki. Guðfræðingurinn Jóhanna Ýr Jóhannesdóttir er fulltrúi Sunnlendinga þessa vikuna en hún býr á Selfossi. Eyjastúlkan Rakel Björk Haraldsdóttir kemur úr sama kjördæmi og Jóhanna en Rakel vinnur í bakaríi í Vestmannaeyjum. Og loks er það Margrét Lára Þórarinsdóttir sem að eigin sögn ólst upp í himnaríki, Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Idol Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira