32 manna úrslit í IDOL halda áfram 25. nóvember 2004 00:01 32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Lagaval er nú í höndum keppenda en á föstudaginn var leituðu allir söngvararnir utan einn í smiðju erlendra lagahöfunda. Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson skar sig úr hópnum en hann söng lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Álfar. Tveir þátttakendur eru komnir í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin og annað kvöld bætast tveir í hópinn. Eins og fyrr segir eru úrslitin í höndum sjónvarpsáhorfenda en niðurstaða SMS- og símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum á föstudagskvöldið. Dómnefndin er áfram á sínum stað en einvörðungu í hlutverki álitsgjafa. Líkt og í síðustu viku verður kvenþjóðina áberandi í næsta Idol-þætti. Strákarnir eiga samt sína fulltrúa en þessi syngja á Stöð 2 annað kvöld, föstudagskvöldið 26. nóvember. Hafnfirðingurinn Nanna Kristín Jóhannsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, hefur leikinn en síðan kemur röðin að Ásu Margréti Birgisdóttur, slípingameistara á Akureyri. Skúli Hakim Mechiat, oft kallaður Skúbbi nashyrningur, er annar strákanna í þættinum en hann er liðtækur á bæði bassa og píanó. Vestfjarðamærin Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, sem starfar á leikskóla, heldur mikið upp á Celine Dion en það skal tekið fram að hún flytur samt ekki eitt af lögunum hennar í þessum þætti. Júlíus Bjargþór Daníelsson, fyrrverandi liðsmaður Rokklinganna, er hinn strákurinn í þættinum en Júlíus er rafvirki. Guðfræðingurinn Jóhanna Ýr Jóhannesdóttir er fulltrúi Sunnlendinga þessa vikuna en hún býr á Selfossi. Eyjastúlkan Rakel Björk Haraldsdóttir kemur úr sama kjördæmi og Jóhanna en Rakel vinnur í bakaríi í Vestmannaeyjum. Og loks er það Margrét Lára Þórarinsdóttir sem að eigin sögn ólst upp í himnaríki, Skriðuklaustri í Fljótsdal. Idol Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Lagaval er nú í höndum keppenda en á föstudaginn var leituðu allir söngvararnir utan einn í smiðju erlendra lagahöfunda. Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson skar sig úr hópnum en hann söng lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Álfar. Tveir þátttakendur eru komnir í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin og annað kvöld bætast tveir í hópinn. Eins og fyrr segir eru úrslitin í höndum sjónvarpsáhorfenda en niðurstaða SMS- og símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum á föstudagskvöldið. Dómnefndin er áfram á sínum stað en einvörðungu í hlutverki álitsgjafa. Líkt og í síðustu viku verður kvenþjóðina áberandi í næsta Idol-þætti. Strákarnir eiga samt sína fulltrúa en þessi syngja á Stöð 2 annað kvöld, föstudagskvöldið 26. nóvember. Hafnfirðingurinn Nanna Kristín Jóhannsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, hefur leikinn en síðan kemur röðin að Ásu Margréti Birgisdóttur, slípingameistara á Akureyri. Skúli Hakim Mechiat, oft kallaður Skúbbi nashyrningur, er annar strákanna í þættinum en hann er liðtækur á bæði bassa og píanó. Vestfjarðamærin Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, sem starfar á leikskóla, heldur mikið upp á Celine Dion en það skal tekið fram að hún flytur samt ekki eitt af lögunum hennar í þessum þætti. Júlíus Bjargþór Daníelsson, fyrrverandi liðsmaður Rokklinganna, er hinn strákurinn í þættinum en Júlíus er rafvirki. Guðfræðingurinn Jóhanna Ýr Jóhannesdóttir er fulltrúi Sunnlendinga þessa vikuna en hún býr á Selfossi. Eyjastúlkan Rakel Björk Haraldsdóttir kemur úr sama kjördæmi og Jóhanna en Rakel vinnur í bakaríi í Vestmannaeyjum. Og loks er það Margrét Lára Þórarinsdóttir sem að eigin sögn ólst upp í himnaríki, Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Idol Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög