Símafyrirtæki fá samkeppni 9. nóvember 2004 00:01 Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi". Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi".
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira