Innlent

Íslandsbanki fellur frá kröfunum

Íslandsbanki hefur ákveðið að falla frá kröfum um lánatryggingu fyrir veitingu hundrað prósent húsnæðisláns. Fjallað hefur verið ítarlega um þessi skilyrði í fréttum Stöðvar tvö en þeir sem taka lánatryggingu þurfa að veita lífssýni og gefa upplýsinga um sjúkdómasögu fjölskyldunnar. Bankinn var í kjölfarið gagnrýndur á Alþingi fyrir að mismuna fólki á grundvelli sjúkdóma. Eftir viðræður við forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins var ákveðið að láta af kröfum um lánatryggingu alfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×