Mannréttindi barna séu virt 9. nóvember 2004 00:01 Stjórn „Barnaheilla - Save the Children“ á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Í ályktun félagsins segir að samkvæmt Barnasáttmálanum séu það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans komi fram að börn eigi rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafi lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segi íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu. Í tilkynningunni segir orðrétt: Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar.Samkvæmt Barnasáttmálanum eru það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans kemur fram að börn eiga rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafa lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segja íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu.Sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir börnin og barnafjölskyldur í landinu.Verkfallið sem nú hefur hafist að nýju eftir nokkurra daga hlé, hefur staðið það lengi að það mun hafa slæm áhrif á framvindu náms hjá þorra nemenda, einkum þeirra sem standa höllum fæti fyrir. Það sjónarmið hefur jafnvel komið upp í umræðu síðustu vikna að fækka aftur skóladögum grunnskólabarna eftir áralanga baráttu fyrir lengingu skólaársins. Slík aðgerð yrði alvarleg afturför fyrir skólakerfið og í raun hneyksli fyrir alla þjóðina sem vill í svo mörgu standa framarlega í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hlýtur að setja ofan í augum nemenda, annað er óhjákvæmilegt þegar skilaboðin um virði menntunar eru af þessum toga. Stjórn Barnaheilla minnir á að stjórnvöld bera ábyrgð á því að grunnskólalög séu virt og gerir þá skýlausu kröfu að mannréttindi barna séu í hávegum höfð.Skólinn er mikilvæg kjölfesta í daglegu lífi nemenda. Þegar þeir missa þessa kjölfestu hlýtur það að hafa alvarleg og neikvæð áhrif. Í því sambandi skal bent á að sterkar vísbendingar eru um að verkfallið hafi leitt til aukinnar vímuefnaneyslu meðal grunnskólanema. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um forvarnir og ekki síst mikilvægi skólakerfisins í vímuvörnum. Slík umræða er orðin tóm við þær aðstæður sem nú ríkja.Mikil ábyrgð hvílir því á herðum þeirra sem sitja við samningaborð í þessari deilu. Meðal annars hljóta þeir að þurfa að taka afstöðu til þess hvernig þeir muni bæta grunnskólanemendum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna verkfallsins. Mikilvægt er að deiluaðilar geri sér grein fyrir því að tími þeirra í þessu máli er löngu útrunninn og að ráðaleysi þeirra, sem veldur því að skólarnir eru lokaðir svo vikum skiptir, er alvarlegt brot á réttindum barna sem líða með ýmsum hætti fyrir skort á samningsvilja aðila. Algjört úrræðaleysi virðist ríkja hjá þeim til að leysa sín ágreiningsmál. Þó er óumdeilanlega verið að brjóta lög landsins sem eru grunnskólalög og alþjóðalög sem eru Barnasáttmálinn. Við svo búið getur enginn siðmenntuð þjóð unað.Stjórn Barnaheilla. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stjórn „Barnaheilla - Save the Children“ á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Í ályktun félagsins segir að samkvæmt Barnasáttmálanum séu það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans komi fram að börn eigi rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafi lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segi íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu. Í tilkynningunni segir orðrétt: Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar.Samkvæmt Barnasáttmálanum eru það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans kemur fram að börn eiga rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafa lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segja íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu.Sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir börnin og barnafjölskyldur í landinu.Verkfallið sem nú hefur hafist að nýju eftir nokkurra daga hlé, hefur staðið það lengi að það mun hafa slæm áhrif á framvindu náms hjá þorra nemenda, einkum þeirra sem standa höllum fæti fyrir. Það sjónarmið hefur jafnvel komið upp í umræðu síðustu vikna að fækka aftur skóladögum grunnskólabarna eftir áralanga baráttu fyrir lengingu skólaársins. Slík aðgerð yrði alvarleg afturför fyrir skólakerfið og í raun hneyksli fyrir alla þjóðina sem vill í svo mörgu standa framarlega í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hlýtur að setja ofan í augum nemenda, annað er óhjákvæmilegt þegar skilaboðin um virði menntunar eru af þessum toga. Stjórn Barnaheilla minnir á að stjórnvöld bera ábyrgð á því að grunnskólalög séu virt og gerir þá skýlausu kröfu að mannréttindi barna séu í hávegum höfð.Skólinn er mikilvæg kjölfesta í daglegu lífi nemenda. Þegar þeir missa þessa kjölfestu hlýtur það að hafa alvarleg og neikvæð áhrif. Í því sambandi skal bent á að sterkar vísbendingar eru um að verkfallið hafi leitt til aukinnar vímuefnaneyslu meðal grunnskólanema. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um forvarnir og ekki síst mikilvægi skólakerfisins í vímuvörnum. Slík umræða er orðin tóm við þær aðstæður sem nú ríkja.Mikil ábyrgð hvílir því á herðum þeirra sem sitja við samningaborð í þessari deilu. Meðal annars hljóta þeir að þurfa að taka afstöðu til þess hvernig þeir muni bæta grunnskólanemendum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna verkfallsins. Mikilvægt er að deiluaðilar geri sér grein fyrir því að tími þeirra í þessu máli er löngu útrunninn og að ráðaleysi þeirra, sem veldur því að skólarnir eru lokaðir svo vikum skiptir, er alvarlegt brot á réttindum barna sem líða með ýmsum hætti fyrir skort á samningsvilja aðila. Algjört úrræðaleysi virðist ríkja hjá þeim til að leysa sín ágreiningsmál. Þó er óumdeilanlega verið að brjóta lög landsins sem eru grunnskólalög og alþjóðalög sem eru Barnasáttmálinn. Við svo búið getur enginn siðmenntuð þjóð unað.Stjórn Barnaheilla.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira