Innlent

Ekki misst úr réttir í 80 ár

Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann verður 83 ára í mánuðinum. "Ég fór í mínar fyrstu göngur 1939, eldri bræður mínir hleyptu mér ekki að fyrr. Þá hafði rignt mikið og vaxið í vötum svo fé fór á sund og við stóðum uppfyrir mitti úti í Fossá að draga féð upp á bakkann á réttum stað. Ég fór fyrst yfir Fjórðungssand 1945, en fór ekki oft í göngur," sagði Loftur, sem hættur er búskap en á eina á tvílembda og vænti þess að heimta fé sitt af fjalli í réttunum. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi og Hrunaréttir voru í dag. Á morgun er réttað í Reykjarétt á Skeiðum og í Tungnarétt í Biskupstungum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×