Innlent

Árni Johnsen vill jökulturn

Árni Johnsen, ráðgjafi Vesturbyggðar, kynnti bæjarstjórn á miðvikudag tillögur sínar um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð. Bæjarstjórn er bundin trúnaðar vegna efnis tillagna þingmannsins fyrrverandi en á meðal þeirra er að finna einstaklega nýstárlega hugmynd um að reist verði háhýsi í Flókalundi í Vatnsfirði. Hann staðfesti þó að á meðal tillagnanna væri að finna útfærða hugmynd um að reist verði háhýsi við Flókalund þar sem andi landnámsmannsins Hrafna-Flóka svífi yfir vötnum. Húsið á að verða jökullaga turnhýsi, klætt álplötum, 21,19 metrar að hæð en sú hæð vísar til Hvannadalshnjúks sem er talinn vera 2119 metrar að hæð. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði safn til minningar um Hrafna-Flóka. "Þetta er stórkostleg hugmynd og henni fylgir áætlun um fjármögnun sem verður ekki úr okkar sjóðum," segir Guðmundur Sævar. Hann vildi ekki útskýra það nánar hvert fjármagn til byggingarinnar yrði sótt. Hann segir að í skýrslu Árna kenni margra grasa umfram jökulhýsið. Meira um málið í nýju helgarblaði DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×