Innlent

Þung umferð alla daga

"Það er alveg sama úr hvaða átt er komið í borgina, alls staðar er stórvandamál að komast leiðar sinnar á skikkanlegum tíma," segir Marteinn S. Björnsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli. Marteinn ekur bíl sínum alla morgna og fullyrðir að aldrei fyrr hafi umferðin í bænum verið jafn mikil. "Hún er ægileg á köflum og ég satt best að segja vorkenni öllum þeim sem þurfa að aka til vinnu í borginni því nokk sama er hvaðan þeir koma, hvort sem það er Hafnarfjörður, Mosfellsbær eða Seltjarnarnes, alls staðar lendir fólk í umferðarteppu. Það er föstudagstraffík alla daga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×