Stjórnin sökuð um svik og pretti 5. júlí 2004 00:01 Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira