Innlent

Ísland - Ítalía í kvöld

Í dag, 18. ágúst, er 218 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að fylla Laugardalsvöll í tilefni dagsins en landslið Ítala sækir okkar menn heim í kvöld. Knattspyrnusamband Íslands hefur unnið hörðum höndum að því að fylla Laugardalsvöllinn af áhorfendum og er stefnt að því að selja 20 þúsund miða og slá þar með aðsóknarmet á knattspyrnulandsleik hér á landi. Þegar síðast fréttist í gær höfðu um 14 þúsund miðar selst og voru fórkólfar KSÍ þá enn bjartsýnir á að þegar upp yrði staðið hefði tekist að selja alla 20 þúsund miðana. Leikur Íslendinga og Ítala hefst klukkan 19:15 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×