Orkuhjón varasöm 19. september 2004 00:01 Tómatar, farsímar og jafnvel burðarbitar í loftum geta ógnað heilsu fólks, að sögn bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Ættingjar nemendanna hafa áhyggjur af ástvinum sínum og landlæknir segir þetta hættulega fjárplógsstarfsemi. Landlæknir hefur varað við námskeiðum Kane-hjónanna sem snúast um að kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Hann segir þetta gagnslausa en hættulega fjárplógsstarfsemi af verstu tegund. Námskeiðið kostar tuttugu þúsund krónur fyrir manninn, og hafa hjónin haldið tvö slík hér á landi. Þau selja einnig einkatíma á sex þúsund krónur.Fréttastofa hefur rætt við áhyggjufulla vini og ættingja nemenda hjónanna, sem telja ástvini sína komna á hála braut. Enginn nemandi vildi koma í viðtal, en hjónin segja orkutap fólks stafa af til dæmis tölvum, símum, mataræði, lyfjum og jafnvel burðarbitum í loftum. Til að koma í veg fyrir orkutap er fólki ráðlagt að bera svokölluð orkuegg í vasanum, sem að sögn Lyndu ber í sér flókinn útbúnað sem hefur tekið áratugi að þróa. Hún segir flókið orkuforrit inni í egginu, sem geti verndað fólk hvar sem það er, hægt sé að ganga með það í vasanum og það tengist orkusviði hvers og eins og verji fólk hvar sem er. Eftir námskeið á fólk að geta ráðlagt öðrum hvað varðar lyf, mataræði og annað, og segja hjónin þannig hægt að lækna sjúkdóma sem læknavísindin ráða ekki við. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn tvö þúsund króna gjaldi, en tvær spurningar fást fyrir þrjú þúsund krónur. Lynda segir að sé fólk til að mynda að flytja úr landi geti það ráðfært sig við þau hjónin, sem geti svarað því hvort ákvörðunin sé rétt með tilliti til orkusviðs viðkomandi. Gagnrýni landlæknis og áhyggjufullum ættingjum nemenda sinna svara hjónin því til að þetta sé ekki eitthvað sem hægt er að skilja, heldur verði maður bara að upplyfa þetta. Þau hjálpi fólki að skilja orkuna í kringum sig. Fréttir Innlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tómatar, farsímar og jafnvel burðarbitar í loftum geta ógnað heilsu fólks, að sögn bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Ættingjar nemendanna hafa áhyggjur af ástvinum sínum og landlæknir segir þetta hættulega fjárplógsstarfsemi. Landlæknir hefur varað við námskeiðum Kane-hjónanna sem snúast um að kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Hann segir þetta gagnslausa en hættulega fjárplógsstarfsemi af verstu tegund. Námskeiðið kostar tuttugu þúsund krónur fyrir manninn, og hafa hjónin haldið tvö slík hér á landi. Þau selja einnig einkatíma á sex þúsund krónur.Fréttastofa hefur rætt við áhyggjufulla vini og ættingja nemenda hjónanna, sem telja ástvini sína komna á hála braut. Enginn nemandi vildi koma í viðtal, en hjónin segja orkutap fólks stafa af til dæmis tölvum, símum, mataræði, lyfjum og jafnvel burðarbitum í loftum. Til að koma í veg fyrir orkutap er fólki ráðlagt að bera svokölluð orkuegg í vasanum, sem að sögn Lyndu ber í sér flókinn útbúnað sem hefur tekið áratugi að þróa. Hún segir flókið orkuforrit inni í egginu, sem geti verndað fólk hvar sem það er, hægt sé að ganga með það í vasanum og það tengist orkusviði hvers og eins og verji fólk hvar sem er. Eftir námskeið á fólk að geta ráðlagt öðrum hvað varðar lyf, mataræði og annað, og segja hjónin þannig hægt að lækna sjúkdóma sem læknavísindin ráða ekki við. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn tvö þúsund króna gjaldi, en tvær spurningar fást fyrir þrjú þúsund krónur. Lynda segir að sé fólk til að mynda að flytja úr landi geti það ráðfært sig við þau hjónin, sem geti svarað því hvort ákvörðunin sé rétt með tilliti til orkusviðs viðkomandi. Gagnrýni landlæknis og áhyggjufullum ættingjum nemenda sinna svara hjónin því til að þetta sé ekki eitthvað sem hægt er að skilja, heldur verði maður bara að upplyfa þetta. Þau hjálpi fólki að skilja orkuna í kringum sig.
Fréttir Innlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira