Úr propsi í pólitík 8. júlí 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunnar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni. "Mitt hlutverk fólst fyrst og fremst í því að halda utan um alla búninga og leikmuni," segir Ingibjörg Sólrún, sem var á þessum tíma að velta því fyrir sér hvort hún ætti að leggja leiklist fyrir sig. "Ég var svona að spá í að gerast leikkona en ég var ekki búin að klára menntaskóla og það réði úrslitum. Í eitt ár stundaði ég kvöldnám í Leiklistarskólanum Sál meðfram menntaskólanum en svo þurfti ég að velja á milli og einhvern veginn varð menntaskólinn ofan á." Ingibjörg segir leiklistarnámið úr Sál-skólanum hafa nýst henni í starfi á margvíslegan hátt. "Í skólanum lærði ég raddbeitingu, öndun og að tjá mig fyrir framan hóp af fólki. Þessi grunnur nýtist ekki eingöngu í leikhúsi því þetta skiptir máli í öllum störfum, hvort sem það er kennsla, pólitík eða viðskipti. Stjórnmálamenn nota röddina og líkamstjáningu mjög mikið og ef þeir ætla að sannfæra einhverja um ágæti þess sem þeir hafa fram að færa, verða þeir að beita röddinni og líkamanum með þeim hætti að það skili sér." En hvað er eftirminnilegast í huga Ingibjargar Sólrúnar frá Hárinu í Glaumbæ? "Það sem kemur upp í hugann er aðallega taugaveiklunin sem var í kringum nektarsenuna," segir hún. "Það var mjög óvanalegt að fólk kæmi nakið fram í leikhúsi á þessum tíma og því var einhvern veginn alltaf stress í kringum þessa senu. Ef leikurunum fannst ljóskösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt. Svo skulfu leikararnir á beinunum fyrir hverja sýningu yfir því hvort í áhorfendasalnum væri að finna gamla frænku eða vinafólk foreldranna." En skyldi Ingibjörg sakna hippaáranna? "Það er margt sem maður saknar út af fyrir sig sem fylgdi hippaárunum en allt hefur sína kosti og galla. Þetta hæfilega kæruleysi var hollt og sjarmerandi á sinn máta. Hipparnir voru í uppreisn gegn því valdboði og þeim hraða og neyslukapphlaupi sem þá var í íslensku samfélagi og voru að brjótast undan ákveðnum kröfum um hvernig fólk ætti að haga sér og hvað því ætti að finnast. Samfélagið var miklu einsleitara þá en það er nú á dögum og uppreisnin jók svigrúm einstaklinganna til að fá að vera til á eigin forsendum. En þetta hafði líka sína galla og það voru ýmsir sem töpuðu áttum í þessu frelsi. Hippaárunum fylgdi talsverð eiturlyfjaneysla en auðvitað takmarkaðist hún við ákveðinn hóp og oft hefur mér fundist gert meira úr neyslunni en efni standa til." Ingibjörg Sólrún telur að íslenskt samfélag sé að einhverju leyti komið aftur á sama stig og fyrir 30 árum hvað varðar valdboð, hraða og neyslu í samfélaginu og því ekki ótímabært að staldra aftur við hugsjónir hippanna í Hárinu sem frumsýnt verður annað kvöld í Austurbæ. tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunnar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni. "Mitt hlutverk fólst fyrst og fremst í því að halda utan um alla búninga og leikmuni," segir Ingibjörg Sólrún, sem var á þessum tíma að velta því fyrir sér hvort hún ætti að leggja leiklist fyrir sig. "Ég var svona að spá í að gerast leikkona en ég var ekki búin að klára menntaskóla og það réði úrslitum. Í eitt ár stundaði ég kvöldnám í Leiklistarskólanum Sál meðfram menntaskólanum en svo þurfti ég að velja á milli og einhvern veginn varð menntaskólinn ofan á." Ingibjörg segir leiklistarnámið úr Sál-skólanum hafa nýst henni í starfi á margvíslegan hátt. "Í skólanum lærði ég raddbeitingu, öndun og að tjá mig fyrir framan hóp af fólki. Þessi grunnur nýtist ekki eingöngu í leikhúsi því þetta skiptir máli í öllum störfum, hvort sem það er kennsla, pólitík eða viðskipti. Stjórnmálamenn nota röddina og líkamstjáningu mjög mikið og ef þeir ætla að sannfæra einhverja um ágæti þess sem þeir hafa fram að færa, verða þeir að beita röddinni og líkamanum með þeim hætti að það skili sér." En hvað er eftirminnilegast í huga Ingibjargar Sólrúnar frá Hárinu í Glaumbæ? "Það sem kemur upp í hugann er aðallega taugaveiklunin sem var í kringum nektarsenuna," segir hún. "Það var mjög óvanalegt að fólk kæmi nakið fram í leikhúsi á þessum tíma og því var einhvern veginn alltaf stress í kringum þessa senu. Ef leikurunum fannst ljóskösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt. Svo skulfu leikararnir á beinunum fyrir hverja sýningu yfir því hvort í áhorfendasalnum væri að finna gamla frænku eða vinafólk foreldranna." En skyldi Ingibjörg sakna hippaáranna? "Það er margt sem maður saknar út af fyrir sig sem fylgdi hippaárunum en allt hefur sína kosti og galla. Þetta hæfilega kæruleysi var hollt og sjarmerandi á sinn máta. Hipparnir voru í uppreisn gegn því valdboði og þeim hraða og neyslukapphlaupi sem þá var í íslensku samfélagi og voru að brjótast undan ákveðnum kröfum um hvernig fólk ætti að haga sér og hvað því ætti að finnast. Samfélagið var miklu einsleitara þá en það er nú á dögum og uppreisnin jók svigrúm einstaklinganna til að fá að vera til á eigin forsendum. En þetta hafði líka sína galla og það voru ýmsir sem töpuðu áttum í þessu frelsi. Hippaárunum fylgdi talsverð eiturlyfjaneysla en auðvitað takmarkaðist hún við ákveðinn hóp og oft hefur mér fundist gert meira úr neyslunni en efni standa til." Ingibjörg Sólrún telur að íslenskt samfélag sé að einhverju leyti komið aftur á sama stig og fyrir 30 árum hvað varðar valdboð, hraða og neyslu í samfélaginu og því ekki ótímabært að staldra aftur við hugsjónir hippanna í Hárinu sem frumsýnt verður annað kvöld í Austurbæ. tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning