Viðræður við þingnefnd nauðsyn 8. júlí 2004 00:01 "Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
"Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira