BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda 5. nóvember 2004 00:01 Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi" Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi"
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira