Innlent

Ástþór gerði ógilt

Ástþór Magnússon braut kosningalögin með því að flagga kjörseðlinum sínum og setja hann ekki samanbrotinn í kjörkassann í forsetakosningunum í gær. Þórunn Guðmundsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir að með þessu hafi Ástþór ógilt atkvæðið sitt. Grundvallaratriði í lýðræðislegum kosningum er að hafa þær leynilegar. Þegar Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, greiddi atkvæði í kosningunum í gær, flaggaði hann kjörseðlinum á kjörstað, eftir að hann var búinn að greiða atkvæði, og braut seðilinn EKKI saman áður en hann setti hann í kjörkassann. Þetta er brot á kosningalögum. Þórunn Guðmundsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að í raun hefði átt að taka af honum kjörseðilinn, afhenda honum nýjan og brýna svo fyrir honum hvernig eigi að kjósa rétt. Samkvæmt kosningalögum á kjósandi, sem búinn er að kjósa inni í kjörklefa, að brjóta kjörseðil sinn saman og setja hann í kjörkassann. Í lögunum er einnig sérstaklega tekið fram að kjósandi eigi alls ekki að láta nokkurn mann sjá hvern hann kaus. En mætti þá líta svo á að Ástþór hafi verið með áróður á kjörstað með því að sýna kjörseðil sinn áður en hann kom honum fyrir í kjörkassanum? Þórunn segir að það hafi ekki verið löglega að kosningunni staðið. Þau hafi fyrirfram haft áhyggjur af því að fólk myndi skila auðu og að fólk myndi brjóta kjörseðlana saman beint fyrir framan kjörstjórnina án þess að fara inn í kjörklefann. Því hafði verið brýnt fyrir kjördeildarfólki að þetta væri ekki löglega framkvæmd kosning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×