Innlent

Mikil kornrækt á Suðurlandi

Sunnlenskir bændur hafa nýtt uppstyttuna síðustu daga til að skera korn eftir langa rigingatíð. Sumarið hefur þó reynst kornræktendum hagstætt og er kornið orðið vel þroskað. Helgi Sigurðsson bóndi í Súluholti segir kornið líta ágætlega út, það sé vel þroskað og fullri fyllingu sé náð.Vætutíð að undanförnu hefur tafið kornskurð en í gær og í dag hefur verið þurrt og því er hver stund nýtt áður en fer að rigna á ný, sem spáð er á morgun. Hátt í þrjátíu bændur hafa félag um þessa einu vél en hún er það afkastamikil að þeir telja hana duga Helgi segir hlutafélag hafa verið stofnað um að kaupa þreskivél og svo hafi bæst við vals til þess að merja kornið og auka geymsluþol og einfalda geymslumátann á því. Bygg nota bændur einkum sem kúafóður. Þannig sparar kornræktin kúabændum kaup á fóðurbæti og getur sá sparnaður numið verulegum fjárhæðum, jafnvel einni milljón króna hjá stórum kúabúum. Kornræktin kallar á útsjónarsemi. Brynjólfur Þór Jóhannsson bóndi í Kolsholtshelli segir það mikilvægt að lesa vel í jörðina og umhverfið, enda henti ekki alltaf sami áburður á sama stað. Helgi segir sunnlenska bændur langt komna í kornrækt, en þó séu þeir alltaf að læra eitthvað nýtt. Hann segir þó þurfa að hlýna meira til þess að þeir taki til við hveitirækt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×