Innlent

93% horfa á RÚV

93% horfðu eitthvað á Ríkissjónvarpið í ágústmánuði, 74% á Stöð tvö og 72% á Skjá einn, samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Fréttir Ríkissjónvarpsins voru vinsælasta sjónvarpsefnið en 44,3% horfðu á þær. 42,6% horfðu á setningarathöfn ólympíuleikanna í Ríkissjónvarpinu og 29,3% á fréttir Stöðvar 2, sem voru þriðja vinsælasta sjónvarpsefni mánaðarins. Uppsafnað áhorf á Popp tíví var 24% en 14% á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×