Togstreita í stjórnarsamstarfinu 11. september 2004 00:01 Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira