Hrollvekjandi glæpaópera 28. júní 2004 00:01 "Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust. Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
"Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust.
Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira