Sækir orku í eldhúsið ólífugræna 29. júlí 2004 00:01 Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira