Innlent

Kallað á rannsóknir ACIA

Norðurheimskautsráðið og Alþjóðleg vísindanefnd um Norðurheimskautið (International Arctic Science Committee, eða IASC) kölluðu eftir úttektinni á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á norðurslóðum fyrir fjórum árum síðan. Norðurheimskautsráðið er vettvangur stjórnvaldssamskipta þjóðanna átta við Norðuheimskautið, en það eru Kanada, Danmörk/Grænland/Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríki Norður-Ameríku. Þá eiga þátt í Norðurheimskautsráðinu sex samtök innfæddra hópa sem búa við Norðurheimskautið. Alþjóðlega vísindanefndin um Norðurheimskautið er hins vegar alþjóðleg vísindastofnun sem vísindaakademíur átján þjóðríkja skipa í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×