Óvissa um arftaka Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira