Innlent

Bílvelta við Húnaver

Kona slasaðist þegar bíll hennar valt í brekkunni ofan við Húnaver í Vatnsskarði í gærkvöldi og var hún flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hennar. Annar sem var í bílnum slapp ómeiddur en bíllinn var það mikið skemmdur að beita þurfti klippum til að ná konunni út. Hálka var á veginum þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×