Glæpavettvangurinn heimsóttur 23. desember 2004 00:01 Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári. Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári.
Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira