Glæpavettvangurinn heimsóttur 23. desember 2004 00:01 Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári. Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári.
Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira