Innlent

Biðin eftir Fischer lengist

Dvínandi líkur eru á því að japönsk stjórnvöld sleppi Bobby Fischer úr landi alveg í bráð eftir að málefni hans voru flutt úr útibúi útlendingastofnunar í grennd við Narita-flugvöll í gær, inn í dómsmálaráðuneytið sjálft. Kunnugir telja að það þýði vandlega og tímafreka yfirvegun. Íslenska sendiráðinu í Tókýó hafði ekki borist neinar nýjar fréttir í morgun nema hvað lögfræðingur Fischers ætlar nú að leita eftir fundi með embættismönnum dómsmálaráðuneytisins.------


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×