Innlent

Óska líklega eftir framsali

Yfirvöld í Washington áréttuðu í gær að Bobby Fischer væri eftirlýstur og virðist sem þar hyggist menn óska eftir framsali. Bandarísk yfirvöld hafa hingað til þagað þunnu hljóði vegna boðs Íslendinga um dvalarleyfi fyrir Bobby Fischer. Þar vofir yfir honum fangelsisvist þar sem hann rauf, að mati Bandaríkjamanna, viðskiptabann við Júgóslavíu þegar hann tefldi þar árið 1992. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, taldi í gærkvöldi ólíklegt að framsals Fischers yrði krafist, en miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington, Richards Bouchers, er mál Fischers geymt en ekki gleymt. Aðspurður á blaðamannafundi í gærkvöldi hvort Bandaríkjamenn muni leyfa Fischer að fara til Íslands sagði hann spurninguna um landvistarleyfi í höndum einstakra ríkisstjórna svo íslenska ríkisstjórnin verði að taki þá ákvörðun. Þó væri rétt að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Það virðist því sem Bandaríkjamenn hyggist óska framsals. Sjálfur hefur Fischer nú ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum en af því frágengnu ætti í það minnsta einni hindruninni í veginum fyrir komu hans hingað til lands að vera rutt út vegi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×