Allt í einu skíðlogaði allt! 13. desember 2004 00:01 Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira