Innlent

Fær bætur vegna uppsagnar

Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli til að greiða fyrrum starfsmanni bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir að ýfingar höfðu orðið á milli hans og yfirmanns hans. Hann sló kaffibolla úr hendi yfirmannsins að mörgum mönnum ásjáandi. Ekki var talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás. Því var háttsemi mannsins ekki talin svo alvarleg að fyrirvaralaus uppsögn væri réttlætanleg. Fékk maðurinn því greiddar tæplega 700 þúsund krónur í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×