Innlent

Dæmdur fyrir líkamsárásir

Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Héraðsdóm Austurlands yfir manni fyrir þrjár líkamsárásir. Árásirnar framdi maðurinn á hálfs árs tímabili frá desember árið 2002 til maí árið 2003. Maðurinn rauf skilorð með árásinni sem hann framdi rétt fyrir jól árið 2002. Hann hefur fjórum sinnum áður hlotið dóma fyrir líkamsárásir. Manninum var gert að greiða allan áfrýjunarkostnað þar með talinn 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×