Innlent

Fulltrúaráð lagt niður

Á aukaaðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær var samhljóða samþykkt að fella niður fulltrúaráð sambandsins. Þess í stað á að efna til landsþings árlega, með þátttöku allra sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, segir nýtt fyrirkomulag lýðræðislegra auk þess sem það sé hægara um vik nú þegar sveitarfélögum er að fækka. Fulltrúar flestra sveitarfélaga sóttu fundi fulltrúaráðsins. Einnig var rætt um eflingu sveitarstjórnarstigins, vinnu að aukinni sameiningu sveitarfélaga og mögulegan flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga með nýjum tekjustofnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×