Innlent

Gripið yrði til víðtækra aðgerða

Ef fuglaflensufaraldur, sem óttast er að vofi yfir jarðarbúum, næði til Íslands þyrfti að grípa til víðtækra sóttvarnaaðgerða og meðal annars banna fjöldasamkomur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skorar á ríki heimsins að búa sig þegar undir inflúensuna. Á ráðstefnu um fuglaflensu, sem haldin var í Tælandi, varaði fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við því að heimsbyggðinni kynni að stafa veruleg ógn af mannskæðri inflúensu, sem gæti dunið yfir hvenær sem er, en óttast er að milljónir manna geti látist af völdum hennar. Inflúensunni hefur verið líkt við spánsku veikina, sem reið yfir heiminn 1928, og varð tuttugu milljónum manna að bana. Ef fuglaflensan næði til Íslands, líkt og spánska veikin gerði á sínum tíma, gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skorað á ríki heimsins að búa sig þegar undir veikina. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir að við Íslendingar höfum þann möguleika að vita af fuglaflensunni áður en hún næði hingað til lands. Þá gætum við e.t.v. einangrað fólk, eða sett það í sóttkví. Eins eigum við lyf gegn inflúensu, en þau séu hins vegar mjög dýr og séu aðeins til í takmörkuðu magni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×