Innlent

Fær ekki dánarbætur

Eiginkona manns sem lést í slysi fyrir fjórum árum fær engar dánarbætur frá ríkinu, þar sem slysið telst ekki vinnuslys, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn kom á vinnutíma heim til dóttur sinnar og fékk lánaðan bíl. Ekki er vitað hvaða erindi hann ætlaði að reka, en hann fannst svo látinn í bílnum í höfninni við Grandagarð. Tryggingastofnun segir að fyrst að maðurinn hafi farið af vinnusvæðinu og á öðrum bíl en vinnubílnum teljist þetta ekki vinnuslys. Héraðsdómur tók undir það, og segir ekkju mannsins engan rétt eiga á dánarbótum, og dæmdi hana til að greiða helming málskostnaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×