Innlent

Réðst á akandi leigubílstjóra

Ölóður maður réðst á leigubílstjóra, þegar þeir voru á leið um suðurlandsveg á móts við Litlu Kaffistofuna í gærmorgun og mátti minnstu muna að leigubílstjórinn missti stjórn á bíl sínum á fullri ferð. Árásarmaðurinn sló meðal annars tvær tennur úr bílstjóranum, áður en bílstjóranum tókst að koma óðum manninum út úr bílnum. Þá réðst hann á Litlu Kaffistofuna með grjótkasti og braut þar rúður, dældaði bíl þar með spörkum og grýtti annan bíl, þannig að skemmdir urðu á honum. Þegar lögregla kom á vettvang sýndi maðurinn mótþróa og þurftu lögreglumenn að járna hann. Hann var látinn sofa úr sér ölvímuna í fangageymslum og sleppt að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×