Innlent

Sýknaður af ákæru um hnífsstungu

Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann um fertugt fyrir að hafa stungið fyrrverandi sambýliskonu sína með hnífi eða skærum í bringu í heimahúsi í Fellahverfi í Breiðholti á aðfangadag árið 2002. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í mars. Maðurinn, konan og önnur kona sátu að drykkju og voru öll undir áhrifum áfengis og lyfja umræddan aðfangadag. Hæstiréttur telur að ekki hafi komið fram lögfull sönnun þess að maðurinn hafi stungið konuna. Hann beri við minnisleysi og konan hafi ekki getað borið af eigin raun hver stakk hana. Framburður hinnar konunnar sé einnig á reiki. Hún hafi fyrst sagt að ókunnugur maður hefði verið að verki, en síðan dregið þann framburð til baka og sagt manninn hafa stungið konuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×