Innlent

Spilliefni flutt af brunastaðnum

Farið er að flytja mikið af spillefnum af athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar eftir brunann en slökkvistarfi þar lauk ekki fyrr en á hádegi í dag. Þá afhenti slökkviliðið lögreglunni umsjón með staðnum. Mikið starf er þó óunnið og gífurlegt magn af drasli á eftir að flytja á brott. Enginn veit með vissu hversu mörg hundruð tonn af brunnu drasli eru nú á athafnasvæði Hringrásar. Og ekki bara þar því mikið magn af brenndum dekkjum var flutt yfir á athafnasvæði ET-flutninga meðan á slökkvistarfinu stóð. Í dag, eftir að slökkvistarfinu loks lauk, var hafist handa við að keyra brunarústirnar til Sorpu í Gufunesi. Gúmmíið er kurlað og baggað og svo fer það til urðunar í Álfsnesi. Reikna má með að það taki talsverðan tíma að hreinsa gúmmídrulluna sem liggur eins og þykkt teppi yfir brunastaðnum og nágrenni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×