Slysin gera ekki boð á undan sér 13. október 2005 15:02 "Það veit enginn hvenær slysin verða" segir forstöðumaður Umhverfisstofu sem hefur eftirlitsskyldu með fyrirtækjum á borð við Hringrás. Starfsleyfi fyrirtækisins var útrunnið en líkur á að úr því yrði bætt á næstunni. Hjá Umhverfisstofu sáu menn ekki eldhættu í háum dekkjahaug en það gerði Eldvarnareftirlitið svo sannarlega. Um þrjú hundruð manns tóku þátt í aðgerðum vegna brunans í Hringrás í nótt. Ekki er hægt að segja að þetta slys og afleiðingar þess ættu að hafa komið öllum á óvart, en forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á hætturnar með bréfi 4. júní. Í bréfinu segir að haugarnir séu það stórir að almannahætta gæti orðið kviknaði í þeim og búast mætti við að rýma þyrfti stór svæði. Óskað er eftir svari innan tíu daga. Svarið kom 30. september og þá er því lofað að dekkjabirgðir muni minnka umtalsvert strax í upphafi nóvembermánaðar. Við það var ekki staðið. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, segir að nauðsynlegt sé að gæta að góðum stjórnsýsluháttum. Hann segir að ákveðið hafi verið að gefa fyrirtækinu kost á að andmæla, vikurnar hafi liðið og á endanum hafi komið bréf þar sem sagt hafi verið að dekkjahaugurinn væri á leið burt, en það hafi bara verið of seint. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að dekkin muni fara til urðunar hjá Sorpu og staðið verði við það sem lofað var í bréfinu. Hann segir að fyrirtækið hafi einungis takmarkað pláss og því hafi ekki verið auðvelt að bregðast strax við. Aðalatriðið sé að þetta verði tryggt til framtíðar. Tryggðar verði steyptar einingar, svo staðan verði viðráðanleg. einar segir hug manna allan hjá því fólki sem þurft hafi að yfirgefa heimili sín í nótt og fjárhagslegt tjón sé léttvægt í samanburðinum. Hringrás hefur verið starfandi í næstum fimmtíu og fimm ár. Það hefur á tíðum verið umdeilt vegna mengunarhættu en unnið hefur verið að því að kippa því í liðinn. Fyrir þremur árum var pcb mengaður jarðvegur settur í hólka og komið fyrir annars staðar á lóðinni en þar sem eldurinn kviknaði. Leyfi er fyrir geymslu jarðvegsins þar, vegna þess að enginn losunarstaður er til á landinu fyrir þess háttar úrgang. Starfsleyfi Hringrásar rann út í september og er það í hlutverki Umhverfis- og heilbrigðistofa að endurnýja það. Búast má við að fyrirtækið hefur fengið endurnýjun hvað á hverju að sögn forstöðumannsins, Ellý Guðmundsdóttir. Hún segir að slysin geri ekki boð á undan sér og ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á lokun fyirtækisins innan við mánuði eftir að bent var á hnökrana. Þetta hafi ekki verið metið sem bráð hætta. Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Sjá meira
"Það veit enginn hvenær slysin verða" segir forstöðumaður Umhverfisstofu sem hefur eftirlitsskyldu með fyrirtækjum á borð við Hringrás. Starfsleyfi fyrirtækisins var útrunnið en líkur á að úr því yrði bætt á næstunni. Hjá Umhverfisstofu sáu menn ekki eldhættu í háum dekkjahaug en það gerði Eldvarnareftirlitið svo sannarlega. Um þrjú hundruð manns tóku þátt í aðgerðum vegna brunans í Hringrás í nótt. Ekki er hægt að segja að þetta slys og afleiðingar þess ættu að hafa komið öllum á óvart, en forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á hætturnar með bréfi 4. júní. Í bréfinu segir að haugarnir séu það stórir að almannahætta gæti orðið kviknaði í þeim og búast mætti við að rýma þyrfti stór svæði. Óskað er eftir svari innan tíu daga. Svarið kom 30. september og þá er því lofað að dekkjabirgðir muni minnka umtalsvert strax í upphafi nóvembermánaðar. Við það var ekki staðið. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, segir að nauðsynlegt sé að gæta að góðum stjórnsýsluháttum. Hann segir að ákveðið hafi verið að gefa fyrirtækinu kost á að andmæla, vikurnar hafi liðið og á endanum hafi komið bréf þar sem sagt hafi verið að dekkjahaugurinn væri á leið burt, en það hafi bara verið of seint. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að dekkin muni fara til urðunar hjá Sorpu og staðið verði við það sem lofað var í bréfinu. Hann segir að fyrirtækið hafi einungis takmarkað pláss og því hafi ekki verið auðvelt að bregðast strax við. Aðalatriðið sé að þetta verði tryggt til framtíðar. Tryggðar verði steyptar einingar, svo staðan verði viðráðanleg. einar segir hug manna allan hjá því fólki sem þurft hafi að yfirgefa heimili sín í nótt og fjárhagslegt tjón sé léttvægt í samanburðinum. Hringrás hefur verið starfandi í næstum fimmtíu og fimm ár. Það hefur á tíðum verið umdeilt vegna mengunarhættu en unnið hefur verið að því að kippa því í liðinn. Fyrir þremur árum var pcb mengaður jarðvegur settur í hólka og komið fyrir annars staðar á lóðinni en þar sem eldurinn kviknaði. Leyfi er fyrir geymslu jarðvegsins þar, vegna þess að enginn losunarstaður er til á landinu fyrir þess háttar úrgang. Starfsleyfi Hringrásar rann út í september og er það í hlutverki Umhverfis- og heilbrigðistofa að endurnýja það. Búast má við að fyrirtækið hefur fengið endurnýjun hvað á hverju að sögn forstöðumannsins, Ellý Guðmundsdóttir. Hún segir að slysin geri ekki boð á undan sér og ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á lokun fyirtækisins innan við mánuði eftir að bent var á hnökrana. Þetta hafi ekki verið metið sem bráð hætta.
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Sjá meira