Innlent

Borgaraleg skylda

Stefán Pálsson, sem var bankastjóri Búnaðarbankans til margra ára, var við skráningu fólks í Miðstöð Rauða krossins við Holtaveg í gærmorgun. Hann situr í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og kona hans, Arnþrúður, vinnur þar. "Við vorum ræst út á milli sex og sjö," sagði Stefán þegar honum gafst tóm til að líta upp frá störfum en hann var í hópi fjölmargra sem skráðu þá niður sem þurftu að yfirgefa heimili sín. Hann hefur ekki áður sinnt störfum sem þessum en telur þau sjálfsögð. "Þetta er nú eiginlega þegnskylda," segir hann og bætti við að hann myndi standa vaktina á meðan þörf krefði. Stefán sagði allt hafa gengið vel, reynt væri að halda utan um hvert fólk færi, hverjir færu til vinnu og hverjir yrðu áfram í Miðstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×