Innlent

Bjartsýni í Palestínu

Bjartsýni og trú á að hægt sé að koma á varanlegum friði fyrir botni Miðjarðahafs virðist ríkja meðal palestínskra og ísraelskra embættismanna að mati forystumanna East-West Institute. Þetta kom fram á umræðufundi með John Mroz, forseta stofnunarinnar og Mathias Mossberg, sendiherra í Lögbergi í gær. Mroz segir að þrennt geri að verkum að menn séu vonbetri í dag en áður. Í fyrsta lagi séu bundnar vonir við nýja forystu Palestínumanna sem verður kosin í janúar. Í öðru lagi séu Ísraelsmenn að rýma landnemabyggðir og síðast en ekki síst eru Bandaríkjamenn orðnir áhugasamri en áður um að leiða málið til lykta. "Viðhorf Bandaríkjamanna hefur verið að það þurfi að leysa Íraksmálið áður en hægt er að snúa sér að Ísrael og Palestínu. Þetta virðist vera að breytast." Mroz og Mossberg eru nýkomnir frá Ramallah þar sem þeir funduðu með ráðamönnum Palestínumanna. "Það mátti greina létti meðal manna og margir eygja ný tækifæri. Þetta er hins vegar vandfetað ástand og fyrir öllu að gæta jafnvægis."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×