Innlent

Tólf umsóknir á rekstrarsviði

Tólf umsækjendur eru um starf sviðsstjóra þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Umsækjendur eru: Eggert Ólafsson, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, Glúmur Baldvinsson, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- og þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, Jóhann Einarsson markaðsrannsóknarstjóri, Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgarstjórnar, Ólafur Jónsson, rekstrarstjóri rekstrar- og þjónustuskrifstofu Ráðhúss, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, fjármálastjóri Leikskóla Reykjavíkur, Regína Ásvaldsdóttir, verkefnisstjóri á Þróunarsviði Reykjavíkurborgar, Sigtryggur Jónsson, yfirsálfræðingur hjá Félagsþjónustunni, Skúli Skúlason, fjármálastjóri ÍTR, Steinunn Ketilsdóttir, háskólanemi MSc, og Stella Kristín Víðisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Félagsþjónustunnar. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningunni í vikunni og hún lögð fyrir borgarráð á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×