Innlent

Mjóafjarðarhreppur er fámennastur

Eitt sveitarfélag í landinu er undir lögbundnum mannfjölda sveitarfélaganna. Þetta er Mjóafjarðarhreppur á Austurlandi. Í Mjóafjarðarhreppi búa 38 íbúar en lágmarkið er 50 íbúar til að sveitarfélag geti haldið sjálfstæði sínu. Atkvæðagreiðsla verður um sameiningu við Fjarðabyggð 23. apríl. Mjóafjarðarhreppur er mjög einangraður og engar samgöngur þangað á landi nema yfir sumarið. "Félagsmálaráðuneytið hefur talið að við værum þannig í sveit sett að við gætum ekki sameinast öðru sveitarfélagi samgöngulega og landfræðilega," segir Sigfús Vilhjálmsson sveitarstjóri. Í Mjóafjarðarhreppi er starfræktur einn fámennasti grunnskóli landsins og hefur Sigfús ekki miklar áhyggjur af framtíð hans: "Ef við getum rekið skóla getur stórt sveitarfélag gert það líka." Fimm fámennustu sveitarfélög landsins eru Mjóafjarðarhreppur með 38 íbúa, Helgafellssveit með 52 íbúa, Brotaneshreppur með 54 íbúa, Fáskrúðsfjarðarhreppur með 55 íbúa og Skorradalshreppur með 55 íbúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×