Innlent

Yfir 80 manns hjá Rauða Krossinum

Yfir 80 manns gistu í húsnæði á vegum Rauða krossins í nótt. Þar af gistu 57 í Langholtsskóla, 18 í Gesthúsi Dúnu og 8 í Konukoti, sem er nýopnað athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur. Um tvö hundruð manns leitaði í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla í nótt eftir að íbúðir við Kleppsveg voru rýmdar. Reykjavíkurdeild Rauða krossins var beðin um að opna fjöldahjálparstöð í Langholtsskóla þegar ljóst varð að rýma þurfti íbúðir. Á þriðja tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins tók á móti fólkinu þegar það streymdi í skólann upp úr miðnætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×