Innlent

Viðræður í dag

Viðræður hefjast í dag um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn á Dalvík eftir að meirihlutinn klofnaði um helgina vegna ágreinings Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um framtíð Húsabakkaskóla í Svarvaðadal. Listi Sameiningar er nú í lykil stöðu og getur myndað meirihluta með hvorum flokknum sem er. Sjálfstæðismenn vilja sameina skólann grunnskólanum á Dalvík, Framsóknarmen vilja setja málið í nefnd og skoða það nánar, en Sameining vill halda skólarekstri í Húsabakkaskóla áfram út kjörtímabilið, að minnstakosti. Fréttablaðið segir að rætt sé um að Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar muni taka við starfi bæjarstjóra fyrir hönd Sameiningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×