Stjórnarmenn bera ríka ábyrgð 22. nóvember 2004 00:01 Fordæmi eru fyrir því að stjórnarmenn sæti ábyrgð vegna lögbrota sem framin eru í starfsemi hlutafélaga sem þeir stýra. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum komist að slíkri niðurstöðu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnarmennirnir hafi sjálfir framkvæmt brotin. Hins vegar hefur réttinum þótt sem þeim hafi mátt vera kunnugt um þau, sérstaklega þegar brotin stóðu lengi yfir. Margir þeirra sem sátu í stjórnum olíufélaganna á tímum verðsamráðs hafa sagst grunlausir um að ekki væri allt með felldu í rekstri félaganna. Samkeppnisráð telur að samráð olíufélaganna hafi staðið samfellt frá árinu 1993 til 2001. Samkvæmt 68. grein hlutafélagalaga er gerð krafa um að stjórnarmenn séu með á nótunum í rekstrinum. Þá ber þeim að afla sér vitneskju um rekstur þess og að annast um að starfsemin sé í réttu og góðu horfi. Dæmi um að Hæstiréttur leggi þessi ákvæði til grundvallar er dómur frá árinu 1999 þar sem stjórnarmenn í útgerðarfélagi voru dæmdir til skaðabótaábyrgðar vegna brota á lögum, þrátt fyrir að þeir hafi borið við vankunnáttu. Í dóminum kemur fram að það dugi ekki stjórnarmönnum að bera fyrir sig ókunnugleika í rekstri félagsins eða á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þess. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1963 í máli Íslenska steinolíuhlutafélagsins er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnarmanna. Þeir voru dæmdir refsiábyrgir þrátt fyrir að forstjóri félagsins hafi einn verið fundinn sekur um tollalagabrot. Um þátt stjórnarmanna sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hafi átt þátt í lögbrotum. Þeir hafi hins vegar verið í fyrirsvari fyrir félagið og því verði að gera kröfu til þeirra að þeir hafi eftirlit með rekstri félagsins í meginefnum. Ólöglegur innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tíma, ekki síst þar sem skorti eftirlit af hendi stjórnarmanna og því bæru þeir ábyrgð. Refsimál hefur aldrei verið höfðað vegna brota á samkeppnislögum og ríkissaksóknari á eftir að taka ákvörðun um hvort einstaklingar verða ákærðir vegna verðsamráðs olíufélaganna. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á þeim stendur yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Fordæmi eru fyrir því að stjórnarmenn sæti ábyrgð vegna lögbrota sem framin eru í starfsemi hlutafélaga sem þeir stýra. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum komist að slíkri niðurstöðu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnarmennirnir hafi sjálfir framkvæmt brotin. Hins vegar hefur réttinum þótt sem þeim hafi mátt vera kunnugt um þau, sérstaklega þegar brotin stóðu lengi yfir. Margir þeirra sem sátu í stjórnum olíufélaganna á tímum verðsamráðs hafa sagst grunlausir um að ekki væri allt með felldu í rekstri félaganna. Samkeppnisráð telur að samráð olíufélaganna hafi staðið samfellt frá árinu 1993 til 2001. Samkvæmt 68. grein hlutafélagalaga er gerð krafa um að stjórnarmenn séu með á nótunum í rekstrinum. Þá ber þeim að afla sér vitneskju um rekstur þess og að annast um að starfsemin sé í réttu og góðu horfi. Dæmi um að Hæstiréttur leggi þessi ákvæði til grundvallar er dómur frá árinu 1999 þar sem stjórnarmenn í útgerðarfélagi voru dæmdir til skaðabótaábyrgðar vegna brota á lögum, þrátt fyrir að þeir hafi borið við vankunnáttu. Í dóminum kemur fram að það dugi ekki stjórnarmönnum að bera fyrir sig ókunnugleika í rekstri félagsins eða á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þess. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1963 í máli Íslenska steinolíuhlutafélagsins er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnarmanna. Þeir voru dæmdir refsiábyrgir þrátt fyrir að forstjóri félagsins hafi einn verið fundinn sekur um tollalagabrot. Um þátt stjórnarmanna sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hafi átt þátt í lögbrotum. Þeir hafi hins vegar verið í fyrirsvari fyrir félagið og því verði að gera kröfu til þeirra að þeir hafi eftirlit með rekstri félagsins í meginefnum. Ólöglegur innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tíma, ekki síst þar sem skorti eftirlit af hendi stjórnarmanna og því bæru þeir ábyrgð. Refsimál hefur aldrei verið höfðað vegna brota á samkeppnislögum og ríkissaksóknari á eftir að taka ákvörðun um hvort einstaklingar verða ákærðir vegna verðsamráðs olíufélaganna. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á þeim stendur yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira