Innlent

Fangelsi fyrir umferðalagabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tuttugu og þriggja ára mann í þriggja mánaða fangelsi í gær fyrir að hafa tíu sinnum á fimm mánuðum gerst brotlegur við umferðarlög. Hann var réttindalaus í öllum tilvikum og nokkrum sinnum ók hann líka of hratt. Dómurinn bætist við fjórtán eldri dóma sem hann hefur ýmist lokið með afplánun eða greiðslu sektar með dómsátt. Þá dóma hlaut hann fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, almennum hegningarlögum og umferðarlögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×