Innlent

Hæstiréttur lækkaði bæturnar

Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón. Varanleg örorka konunnar er 25% vegna meiðsla í mjóbaki. Hæstiréttur féllst á með Héraðsdómi að slysið yrði rakið til ölvunar ökumannsins og konan hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að taka sér far með manninum, vitandi um ölvun hans og þrátt fyrir aðvaranir viðstaddra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×